Hönnunarkeppni grunnskóla á vegum
Verkfræðideildar HÍ og Barnasmiðjunnar

  Keppt er í hönnun með Legokubbum og forritun í RoboLab eða Mind Storm.

Keppnisbrautin:  

Keppnisbrautin er ca 30 cm breið.  Á miðri brautinni er smá hæð með 15° halla  sem er sami halli og á upphafi brautarinnar. Á hæðinni miðri í miðju brautar er smá laut ca 10mm á dýpt. Þegar lautinni sleppir kemur smá kafli með riffluðu yfirborði.   Ca 30 cm frá lokapunkti er hlið sem er 15 cm hátt og 20 cm breitt í gegnum það verða keppnistækin að komast. Keppendur eiga að hanna farartæki sem tekur boltann með sér yfir hæðina og skilar honum ofaní holuna við enda brautar. Á jöðrum brautarinnar eru smá kantar svo að ökutækin keyri ekki út úr brautinni. Sjá nánar myndina sem fylgdi með á AutoCad formi.

Höfundar þrautar Tómas Rasmus og Hrafn Ingimundarson.

 Búnaður

 Keppendur fá eftirfarandi búnað að láni frá Barnasmiðjunni. 

Keppendur mega ekki nýta annan búnað en hér er nefndur við hönnun tækisins.

Keppendur verða að skila strax að keppni lokinni þeim búnaði sem þeir fengu að láni hjá Barnasmiðjunni.

TR. 04.11.2002