© 2010  Rasmus ehf

Prósentureikningur  Kynning 6

Prenta út

Prósentur og vextir.



Vextir:

Vextir eru reiknaðir sem hluti af heild ( upphæð )  eins og í prósentureikning.  Ef þú átt peninga inni hjá peningastofnun (banka) þá borgar bankinn þér vexti. Vextirnir eru nokkurs konar leiga fyrir afnot bankans af þínum peningum.

Ef þú átt 150.000 kr inni á bankareikning í eitt ár og vextir væru 12% pa. ( Pa. merkir per annum = á ári ) þá finnur þú vaxtaupphæðina með venjulegum prósentureikning.

Eða prósenta sinnum heild = hluti

0,12·150000 kr = 18000 kr

Þú fengir 18000 kr í vexti á einu ári.

                                                                                                                        Toppur_á_síðu_!


 

Tími:

Ef þú ættir 150.000 kr inni á bankareikning í 6 mánuði eða hálft ár hefðirðu fengið 

í vexti á hálfu ári. 

 

Þetta má reikna beint með því að bæta tímanum (t) inn í prósentujöfnuna. 

Prósenta × heild × tími = vextir

eða

0,12 · 150000 kr · 1/2 = 9000 kr

í vexti á hálfu ári. 

6/12 ár = 1/2 ár = 0,5 ár 

eða hálft ár

Hefði upphæðin legið inni á bankareikning í 3 mánuði hefi útreikninguruinn orðið svona:

Prósenta × heild × tími = vextir

0,12 · 150000 kr · 0,25 = 4500 kr 

eða 4500 kr í vexti á 3 mánuðum.

                                                                                                                        Toppur_á_síðu_!


Vaxtamánuður:

Við reiknum með 30 dögum í mánuði og gerum árið að 12 x 30 dögum eða 360 dögum.

Segjum að þú hafir lagt inn 150000 kr þann 26. ágúst og vextir eru 12% pa. Nú tekur þú út upphæðina með vöxtum þann 8. nóvember sama ár. 

Reiknum fyrst út daga fjöldann:

tímabil

dagar

ágúst (30-26)

sept.

30

okt.

30

nóv

8

Alls: 

72

72 dagar af 360 eru 0.2 ár  Þú fengir: 

0,12 · 150000 kr · 0,2 = 3600 kr

Þú tekur út upphaflegan höfuðstól 150000 kr + vexti 3600 kr = 153600 kr.

 

                                                                                                                       Toppur_á_síðu_!


Að finna % úr vaxtajöfnunni.

Vextir gáfu 4500 kr af 150000 kr inneign eftir þrjá mánuði á bankareikning. Hvernig getum við fundið ársvexti miðað við þessar forsendur ?

  Ath þrír mánuðir eru 3 af 12 eða 0.25 ár

 Prósenta × heild × tími = vextir

 Skoðum vaxtajöfnuna
 p · 150000 kr · 0,25 = 4500 kr  Setjum þekkt gildi inn
 p · 37500 kr = 4500 kr  Einföldum, margföldum heild og tíma

 p = 4500/37500 = 0,12 = 12/100 = 12%

 Deilum með stuðlinum við P og breytum í tugabrot og þaðan yfir í prósent.

                                                                                                                      Toppur_á_síðu_!


Finnum tímann út úr vaxtajöfnunni.

Vextir voru 7200 kr af 150000 kr inneign ársvextir voru 12%

Finnum hve lengi þessi upphæð lá á bankareikning.

 Prósenta × heild × tími = vextir

Skoðum vaxtajöfnuna

 0,12 · 150000 · t = v

Setjum þekkt gildi inn prósentu og heild

 18000 · t = 7200

Einföldum, margföldum heild og prósentu

 t = 7200/18000 = 0,4

Deilum með stuðlinum við t og breytum í tugabrot.

 0,4 = 4/10 og 360 · 4/10 = 144 dagar

Margföldum daga í ári með útkomunni

                                                                                                                       Toppur_á_síðu_!


Höfuðstóll fundinn

Við tökum út úr bankanum 164400 kr upphæð sem hefur verið á 12% vöxtum í 288 daga.   Við þekkjum ekki upphaflegan höfuðstól né vaxtaupphæð.

Ath. 288 dagar af 360 eru 0.8 ár.

 Prósenta × heild × tími = vextir Skoðum vaxtajöfnuna
 0,12 · heild · 0,8 = vextir Setjum inn þekkt gildi  prósentu og tíma
 heild + 0,12 ·heild · 0,8 = vextir + heild Setjum heildina inn í jöfnuna báðum megin

 heild + 0,096 · heild = 164400

Margföldum 0.12 og 0.8 og setjum inn þekktu stærðina vextir + heild.

 1,096 · heild = 164400

1h + 0.096h = 1.096h (h = heild)

 heild = 164400/1,096 = 150000 kr

Deilum með stuðlinum við h og fáum að vita hvað 1h gildir mikið, hver höfuðstóllinn var.

Við sjáum að 150000 kr vöru lagðar inn fyrir 288 dögum.

                                                                                                                       Toppur_á_síðu_!


Vextir í meira en 12 mánuði eða nokkur ár.

Finnum 12% vexti af 150000 kr í eitt ár.

0,12 · 150000 kr = 18000 kr

og 150000 kr + 18000 kr = 168000 kr.

150000 kr · 1,12 = 168000 kr

168000 er 112% af 150000.

 Þetta er hægt að reikna með einni aðgerð með því að bæta 1 við prósentubrotið og margfalda með 1.12 og fáum við þá út niðurstöðuna höfuðstól + vexti sem er 112% af upphaflegri stærð. ( Þú manst kannski eftir breytuþáttinum hér er hann 1.12 = 112%)

1 ár

150000 kr · 1,12 = 168000 kr

150000 kr · 1,12 = 168000 kr

2 ár

168000 kr · 1,12 = 188160 kr

150000 kr · 1,12 · 1,12 = 188160 kr

3 ár 188160 kr · 1,12 = 210739,2 kr 150000 kr · 1,12 · 1,12 · 1,12 = 210739,2 kr

Höldum okkur áfram við 12% ársvexti þá er:

Höfuðstóll eftir 3 ár    150000 kr · 1,123 = 2107392 kr
Höfuðstóll eftir 5 ár    150000 kr · 1,125 = 264351,25 kr

Höfuðstóll og vextir eftir 5 ár er þá

Höfuðstóll og vextir eftir x ár er þá   H = h · (1+p)x  

Hér eru:

H = höfuðstóll eftir x ár
h = höfuðstóll í byrjun tímabils
p = vaxtaprósenta í tugabroti
x = árafjöldi

                                                                                                Toppur_á_síðu_!


Taktu nú próf 6 í prósentum og vöxtum.