Vefurinn skiptist í eftirfarandi þætti:

Veldareikningur.  Röð aðgerða.
Liðastærðir. Einföldun stæða.
Þáttun liðastærða. Almenn brot grunnur.
Brot + og - Brot Margföldun og /
Jöfnur I. Jöfnur II.
Hnitakerfið. Algebra á spr.
Líkindareikningur. Prósentureikningur.
Flatarmál. Rúmmál.
Mælieiningar. Tölur minni en 0
Tími - hraði - vegalengd Tölfræði

Í hverjum þætti eru nokkur þyngdarstig, á hverju þyngdarstigi eru ítarlegar leiðbeiningar og sýnidæmi, hverju þyngdarstigi er fylgt eftir með gagnvirku prófi. . Ef þið lendið í vandræðum þá hafið samband á netinu hvenær sem er við okkur bræður. Við ætlum að þjóna ykkur. Ath.  reitir með rauðum grunni eru sýnishorn ( demo ) Gulu reitirnir eru tilbúnir til notkunar fyrir áskrifendur.


Þeir sem óska eftir að prófa þennan stærðfræðivef er bent á að hafa samband með tölvupósti við  Tómas Rasmus. Þið smellið bara á nafnið með vinstri takka músarinnar og setjið inn upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilsfang, skóla og netfang..  Einnig þarf að koma fram hvort þið viljið láta birta upplýsingar um ykkur, með póstfangi ofl. á netinu.

Ársáskrift að vefnum er:

Forsendur Magn Grunn gjald Árgjald
Grunnskóli

100*X kr.

10.000 kr.

(10.000 + 100*X) kr.

Einstaklingur   4.000 kr.

4.000 kr.

Framhaldsskóli

200*Y kr.

10.000 kr.

( 10.000 + 200*Y)  kr.

Skýringar: X þýðir fjöldi nemenda í 5. til og með 10. bekk grunnskóla. Y þýðir nemendur á 1 ári í framhaldsskóla.

Dæmi um verð fyrir grunnskóla með 150 nemendur í 5 til 10. bekk:   10.000 kr. + 100kr * 150 = 10.000 kr. + 15.000 kr. = 25.000 kr. síðan bætist við vsk. eða 25.000 kr. x 0,245

Alls: 25.000 kr. + 6.125 kr = 31.125 kr.

Ath. okkur ber að innheimta 24,5% virðisaukaskatt ofaná verðið.

Ef þið staðfestið þátttöku þá sendum við ykkur gíróseðil með þeirri upphæð sem tilheyrir, sem er greiðsla ykkar fyrir væntanlega þjónustu. Þegar við höfum fengið staðfestingu á greiðslu, sendum við ykkur leyniorð í tölvupósti, þá getið þið hafist handa og prófað að nema á netinu. Þeir skólar sem kaupa aðgang, geta gefið nemendum upp leyniorðið og er þeim þá heimilt að nota efnið á eigin vélbúnaði.

Ath. þessi vefur virkar  á öllum einkatölvum sem keyra vefskoðunarforrit sem ráða við ramma. 

Vefur þessi er byggður upp til að þjónusta þá sem vilja ná sterkari tökum á stærðfræði. Efnið er miðað við miðstig og unglingastig grunnskólans og einnig byrjendur í framhaldsskólum. Höfundar erum við bræðurnir Húgó og Tómas Rasmus. Við höfum um árabil kennt nemendum á unglingastiginu stærðfræði. Okkur fannst tími til kominn að prófa nýjar leiðir til að nálgast þetta verkefni. Efni þessa vefs miðast við þá þætti sem fjallað er um í stærðfræði í efri bekkjum grunnskólans. Það efni er hins vegar stutt af fyrri þekkingu nemenda sem þeir hafa öðlast í yngri bekkjum. Þessi vefur hentar því nemendum í 3. til 10. bekk í grunnskóla.  Þeir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla hefðu einnig gott af því að kíkja á þennan vef til að sannfærast um getu sína. Með þessari nálgun að kennslu í stærðfræði er ábyrgð nemandans á námi sínu virkjuð með formlegum hætti. Nemandi sem hefur lokið einstaka þætti fær staðfestingu úr gagnvirku prófi um árangur sinn, hver sem er getur því prófað þegar hann(hún) er í stuði til að reikna aftur og aftur þangað til fullnægjandi árangri er náð. Þeir sem sannanlega ná tökum á því námsefni sem hér er kynnt ættu að standa mjög vel að vígi á samræmdu prófi í stærðfræði.  Því fleiri sem vilja vera með því betri þjónustu getum við veitt.

Ýtið á þetta merki   AG00051_.gif (1652 bytes) til að kveikja á aðalvefnum.