© 2010  Rasmus ehf

Tíminn - hraði - vegalengd, próf 2

Prenta út

 

Leiðbeiningar til notenda.

Skynsamlegt væri að prenta prófið út á pappír og reikna það í rólegheitum. Lestu hverja spurningu vandlega, síðan skalt þú athuga þau svör sem sett eru fram og merkja við það svarið sem þú telur vera líklegast. Ath. Aðeins má merkja við eitt svar við hverja spurningu. Þegar allt er tilbúið sestu þá við tölvuna og merktu við réttu svörin.


Reiknaðu þessi dæmi og merktu við rétt svar.

1.           Hvað eru 0,6 klukkustundir margar mínútur?

Merktu hér

Möguleg svör:

A  38 min
B  36 min
C  6 min
D  12 min


2.             Hvað eru 54 sekúndur stór hluti úr mínútu?

Merktu hér Möguleg svör:
A  0,9
B  0,8
C  0,54
D  0,45


3.             Breyttu 108 km/klst í  m/s

Merktu hér Möguleg svör:
A  31 m/s
B  29 m/s
C  30 m/s
D  13 m/s

 

4.             Í tímatöku á Ítalíu fór Hakkinen hring á 1:22,898 min. en Coulthard á 1:23,336 min.  Hverju munar?

Merktu hér Möguleg svör:
A  0,562 sek
B  1,438 sek
C  0,358 sek
D  0,438 sek

5.     Hakkinen fór annan hring og bætti tímann í 1:22,877 sek.  Hringurinn er 5770 metrar.  Hver er hraðinn í m/s

Merktu hér Möguleg svör:
A  47 m/s
B  70 m/s
C  50 m/s
D  25 m/s

 


6.     Fisichella ók hringinn á meðalhraðanum 67m/s.  Hver var hraðinn hjá honum í km/klst.

Merktu hér Möguleg svör:
A  241 km/klst
B  402 km/klst
C  199 km/klst
D  170 km/klst

7.     Bíll ók í 2,5 klukkustundir á meðalhraðanum 95 km/klst.  Hve langt ók hann (km)

Merktu hér Möguleg svör:
A  237,5 km
B  200 km
C  218,5 km
D  188 km

8.     Jói hjólaði 22,5 km. á meðalhraðanum 18 km/klst.  Hve lengi var hann á leiðinni?

Merktu hér Möguleg svör:
A  1 klst 20 min
B  1 klst 25 min
C  1 klst 15 min
D  1 klst 12,5 min

 



9.     Siggi rútubílstjóri átti eftir 99 km. til Akureyrar.  Hann hafði 1 klst. og 6 mín. uppá að hlaupa, til að vera á áætlun.  Hvaða meðalhraða þurfti hann að halda til að vera á áætlun?

Merktu hér Möguleg svör:
A  62 km/klst
B  90 km/klst
C  93 km/klst
D  120 km/klst

 


10.     Björn trillukarl fór í róður.  Hann sigldi í 3 tíma á meðalhraðanum 5,6 sjómílur/klst.  1 sjómíla er 1852 metrar.  Hve marga kílómetra hafði Björn siglt?

Merktu hér Möguleg svör:
A  311 km
B  16,8 km
C  13 km
D  31 km

 


 

Hlutfall réttra svara =

Rétt svör: Þín svör: