© 2004  Rasmus ehf

Tíminn

Prenta út

 

Kynning 1

 

 

Þetta armbandsúr sýnir að klukkan er 25 mínútur yfir 10, Þú veist að litli vísirinn telur klukkutímana, stóri vísirinn mínúturnar og sá mjói sekúndur.


    Nokkrar staðreyndir um tímann.

Árið er 365 dagar ( 366 ) dagar ef hlaupár.
Árið er 12 mánuðir.
Mánuður er ca. 30 dagar. ( þeir eru mislangir )
Árið er 52 vikur.
Vikan er 7 sólarhringar.
Sólarhringur er 24 klukkustundir.
Ein klukkustund er 60 mínútur.
Ein mínúta er 60 sekúndur.

Hér á eftir koma nokkur dæmi um tímaútreikning, þau hjálpa þér kannski, en annars notar þú þær leiðir sem þér finnast auðveldastar eða árangursríkastar.


Dæmi 1:

Hvað eru 250 mínútur margar klukkustundir ?

    Við sjáum að 60 mínútur ganga 4 sinnum upp í 250 en 10 verða afgangs.

Eða 60+60+60+60+10 = 250  Þá eru 250 mínútur 4 klukkustundir og 10 mínútur. 


Dæmi 2:

Óli fæddist 1989   Mamma hans fæddist 1957.  Hver er aldursmunur Óla og móður hans ?

1989 - 1957 = 32 ár.


Dæmi 3:

Á mánudögum mætir Jóhanna í sex 40 mínútna langar kennslustundir. Hve margar klukkustundir er Jóhanna í skólanum ef þú reiknar ekki með frímínútum og hléum ?

Við breytum kennslustundum fyrst í mínútur:

40+40+40+40+40+40 eða 6 sinnum 40 = 240 mínútur.  240 mín. = 4 klst.


Dæmi 4:

Nonni á að mæta hjá tannlækni kl: 13:15  klukkan er 11:55. Hvað er langt þangað til hann á að mæta hjá tannlækninum.

    Útkoman verður 1 klst. og 20 mín. Þú athugar að ef þú vinnur með sekúndur, mínútur og klukkutíma þá eru grunneiningarnar öðruvísi en í tugakerfinu.

Þú hefðir getað reiknað dæmið án þess að setja það formlega upp með því að hugsa út frá heilum tímum. Klukkuna vantaði 5 mínútur í 12:00 milli 12:00 og 13:00 eru 60 mínútur, Nonni átti að mæta 15 mínútur yfir 13:00 þá höfum við 5mín. + 60 mín. + 15 mín. = 80 mín.

 80 mínútur eru síðan 1 klst. og 20 mín.


Dæmi 5:

Í alþjóðlegu hlaupi, hljóp Wilson Kipketer 800 metra á 1:43,60  Þetta er lesið sem 1 mínúta 43 sekúndur og 60 hundruðustu úr sekúndu. Heimsmetið var 1:41,10  Hverju munaði á tíma Wilsons og heimsmetstímanum.

    Við sjáum að svarið verður 0:02,50 eða 2 sekúndur og 50 hundruðustu úr sekúndu. Með nákvæmum skeiðklukkum er hægt að mæla hundraðshluta úr sekúndum. 


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan prófið úr tímakaflanum.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.