Verkefni 1.5

©feb. 2001  Rasmus ehf.

Hæðarmæling 

Unnið er með reikniaðgerðir sem algengar eru við úrvinnslu á talnasafni.

Skráðu inn eftirfarandi gildi, sem sýna nemendur í 9 bekk í Stóraskóla sem er mjög frægur kvennaskóli.

Þú feitletrar fyrirsagnir og notar "Times new roman" leturgerð, notaðu stafstærð 12 á fyrirsagnir.

Þú breikkar nafnadálkinn (dálk B) með "Format Column width" í 15. Þú mjókkar dálkinn með númerunum (dálk A) með "Format Column width" í 4,4 og hafðu dálkinn með hæðarmælingunum ( dálk C) með breiddina 5.

Að lokum setur þú inn sterkar útlínur á reitina með "borders" veldu svarta rúðunetið.


Röðun ("Data sort")

Nú skalt þú blokka alla reiti frá og með A3 til og með C11

Fylgdu nú fyrirmælunum hér að ofan. Þú blokkar töfluna án þess að taka fyrrisagnirnar með og velur skipunina "Data" hakar síðan við skrunlínuna í "Sort by" og leitar að fyrisögnini Hæð. Nú velur þú vaxandi röð eða Ascending ( lægstu gildin fyrst og hæstu gildin síðast).

Þá  lítur taflan svona út röðin hefur breyst Júlína er núna efst á listanum og Elísabet neðst. Nemendurnir hafa raðast upp eftir stærð.  Ath. það er mikilvægt að blokka alla töfluna áður en þú raðar til þess að viðeigandi merkingar á gildum haldi sér. Ef þú hefðir aðeins valið blokkun á reitunum frá C3 til og með C11 hefðu mæliniðurstöðurnar dottið úr samhengi við þau fyrirbæri sem við mældum. Manneskja númer 1 sem var fremst í stafrófinu hefði fengið hæðina 155 sem á við mannsekju númer 6 o.s.frv.


Meðaltal ("Average")

Smelltu þér nú í reit C13 og ritaðu inn formúluna =AVERAGE(C3:C11) og ýttu á "Enter"  takkann.

Farðu síðan aftur í reit C13 og prófaðu að fjölga aukastöfum í reit C13 með því að smella nokkrum sinnum á hnappinn fyrir fjölgun aukastafa.

þá kemur skrítið tilfelli í ljós. Reiturinn er svo þröngur að hann getur ekki sýnt niðurstöðuna með öllum þeim aukastöfum sem koma til greina. Þú verður að fækka aukastöfum í reit C13 til þess að sjá eitthvað annað en þessi myllutákn.

Þú músar í hnappinn sem fækkar aukastöfum og smellir á hann þangað til aðeisn einn aukastafur er sýndur. 

Þetta er einnig hægt með því að fara í "Format".

Velja síðan "Format Cells" og velja "Number" og setja einn aukastaf, 

"Decimal places" velja þar töluna 1.

 

Þá sjáum við hið raunverulega gildi í reit C13 eða töluna 163,6 sem er meðaltal talnanna í dálk C. Þú veist væntanlega að meðaltal mælinga fæst með því að leggja þær allar saman og deila í með fjölda þeirra.

Þannig er formúlan " =AVERAGE(C3:C11)"  jafngild formúlunni "=SUM(C3:C11)/9 eða summan deilt með fjöldanum.


 

Hæsta gildi ("Max")

Nú smellir þú í reit C15 og ritar formúluna =MAX(C3:C11). Tölvan leitar nú að því gildi sem er hæst í talnasafninu sem þú valdir. Niðurstaðan fer í reit C15.


 Lægsta gildi ("Min")

Nú smellir þú í reit C17 og ritar formúluna =MIN(C3:C11). Tölvan leitar nú að því gildi sem  er lægst í talnasafninu sem þú valdir. Niðurstaðan fer í reit C17.


 Miðgildi ("Median")

Nú smellir þú í reit C19 og ritar formúluna =MEDIAN(C3:C11). Tölvan leitar nú að því gildi sem er staðsett í miðri röðinni. Þú serð ef þú skoðar töfluna að tölurnar eru 9.  Þegar þú ert búin(n) að raða þeim í vaxandi röð minnstu fyrst og stærstu síðast þá er að leita að tölunni sem er í miðjunni en það er talan sem er fimmta talan í röðinni ( Ragnhildur manneskja númer 9 en með hæðargildi númer 5 ).

Á undan tölunni hennar Ragnhildar eru 4 tölur og einnig 4 tölur fyrir aftan hana. Ef fjöldi talna hefði verið slétt tala t.d. 10 tölur þá hefðir þú fengið meðaltal talnanna númer 5 og 6 sem miðgildi því engin ein tala væri þá í miðjunni.   Sjá nánar á Stærðfræðivefnum og í þeim kennslubókum sem þér eru ætlaðar. 


Innbygð föll í Excel

Töflureiknirinn Excel er mjög öflugt reiknitæki, fjöldinn allur af reikniaðgerðum er innbyggður í Excel, ef þú vilt skoða möguleikan nánar skalt þú kíkja á hnappinn fx. 

Þú músar á hnappinn fx og mikill fjöldi stærðfræðifalla kemur í ljós.

Þessi stærðfræðiföll eru flokkuð eftir ýmsum greinum og verður kíkt á þau í seinni köflum þessa kennsluefnis. Hér fyrir ofan sérð þú t.d. meðaltalsfallið ( Average) undir flokknum tölfræði (Statisical).

 

Aukaverkefni

Mældu nú hæðina á öllum nemendum í þínum bekk og settu upp í töflu líkt og gert var í þessu verkefni. Æfðu jafnframt notkun á þeim aðferðum sem hér voru kynntar.